March 16, 2010

Emanuelle Alt og Scott Schuman

Ég var á rölti í París um daginn og akkúrat þegar ég var að labba í gegnum Tuileries garðana var að byrja Kenzo sýningin þar. Ég var svo ótrúlega heppin að spotta Scott Schuman sem er með The Sartorialist. Eitt af mínum uppáhalds street style bloggum. Einnig sá ég enga aðra en idolið mitt Emanuelle Alt!! Ég var næstum búin að fríka út, án djóks. En ég hélt þó kúlinu (nokkurn vegin) og náði mynd af þeim báðum :)

Mjög óskýrar myndir..

Á röltinu sá ég líka Yvan Rodic (Facehunter), Hanneli Mustaparta (Hanneli.com) og Andy Torres (StyleScrapbook). Gaman að sjá uppáhaldsbloggarana sína í eigin persónu :)

-H