December 31, 2010

Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár elsku vinir og vandamenn! takk allir fyrir að lesa og sérstakar þakkir til þeirra sem skilja eftir komment, you make my day, everytime :D2010 er búið að vera einstaklega gott ár en 2011 verður svo MIKLU betra! get ekki beðið..
Skemmtið ykkur vel í kvöld og sjáumst og heyrumst á nýju ári! 
Eruði með einhver áramótaheit? Mitt er að vera duglegri að blogga :D

-Hildur


December 30, 2010

Mitt 2010

Árið mitt í máli og myndum!


Í byrjun febrúar hélt ég upp á Nemó með langbesta bekknum!

Fór til Frakklands í Mars..


.. og skoðaði París, Louvre, Eiffelturnin, Notre Dame, Versali og Chartres. Vorum á sama tíma og PFW og ég var svo heppin að fá að sjá eitt af mínum tískuiconum, Emmanuelle Alt, á leið á Kenzo sýninguna.

Fór til Kaupmannahafnar og Póllands í byrjun Apríl..


..verslaði, skemmti mér (mjög vel haha), Auschwitz, skoðaði saltnámurnar í Kraká, eyddi 15 tímum samfellt í rútu og skemmti mér enn meira!

Sumarið mitt var afar rólegt. Ég vann eins og vitleysingur, fór í réttir, ferðaðist aðeins um Ísland..
Ég, systkyni mín og pabbi héldum surprise afmælisveislu fyrir mömmu í Júlí. Besti dagur ársins án efa.


-Við systkynin-Í lok Ágúst fór ég til New York ásamt yndislegu systur minni. Frábær ferð í alla staði og var gjörsamlega ástfangin af borginni! Við skoðuðum heilan helling, borðuðum Magnolia cupcakes í Bryant Park, fórum efst í Empire State, rákumst á upptökur á Gossip Girl, létum okkur dreyma á Upper East Side og nutum lífsins.

Í Október fór ég til Ítalíu..


.. þar skoðaði ég Róm, Vatíkanið, Flórens og Pisa. Skemmti mér endalaust mikið, villtist í miðnæturgöngu um Pisa með nokkrum snillingum, týndi símanum mínum :(, verslaði, skoðaði meðal annars Davíðsstyttuna, borðaði frábæran ítalskan mat og fékk versta mojito í heimi. Alger snilldarferð með frábærum krökkum!

Þetta ár er búið að vera alveg frábært en ég get bara ekki beðið eftir 2011. Síðasta önnin í Versló, útskrift, ÚTSKRIFTARFERÐ!, tvítugsafmælið mitt og hvað svo? Það er nú það..December 26, 2010

261210


Jólin mín voru alveg dásamleg, þrátt fyrir að hafa verið ansi ólík því sem ég hef vanist. Ég fékk fullt af frábærum gjöfum, meðal annars þessa skó úr Monki, nýjan síma, hárblásara, dásamlega vettlinga og trefil, bók um uppáhalds listmálarann minn; Monet, krumma eftir Ingibjörgu Hönnu, hillur og fuuullt fleira!
Ég er líka búin að liggja í leti, borða yfir mig, fara í hundrað jólaboð, hitta stórfjölskyldurnar mínar og knúsa alla og kremja. Jólin eru svo dásamlegur tími!


Annars langar mig enn og aftur að heyra frá ykkur sem lesið. Hvað langar ykkur að sjá á þessu bloggi? Ég er svo hugmyndalaus þessa dagana. Kannski er það bara jólaletin í mér..

Sýni ykkur kannski fleiri gjafir við tækifæri ;)
-Hildur


December 23, 2010

Gleðileg jól!**

Hlakka til að eyða næstu dögum í..

  
..Sjónvarpsgláp..


..Í Uggunum mínum!..


..með heitt kakó við hönd..

..og smá dund og dekur..
Gleðileg jól allir :* Og takk fyrir að lesa!
-Hildur

December 19, 2010

Starstruck


Rakst á þennan á djamminu í gær...
Hann var ekki alveg svala týpan sem ég var að vona að hann væri!
Dettandi í götuna, hótandi stelpum að berja þær og kallandi þær kuntur meðan hann leiddi tvær skvísur með sér upp á hótel. Æji þið vitið svona sumarstúlkur séðogheyrt pæjur.. 
Ekki smart!

-Hildur

December 18, 2010

Tumblr

Ég ákvað að prófa að nota Tumblr, bara afþví að mér finnst það lúkka miklu betur..
Ætla samt að nota það meira sem svona inspirational dæmi, held áfram að blogga hér. Á bara svo fáránlega mikið af myndum í tölvunni og vil ekki vera að gera inspiration pósta tvisvar á dag hér haha..

Tékkiði á mér! 

December 16, 2010

Leighton MeesterHún er svo adorable!
Leighton Meester er í algjöru uppáhaldi hjá mér (og að sjálfsögðu Blair Waldorf líka!)..

Hér er hún á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Country Strong, í LA í fyrradag. Hún er í kjól frá Dior (s11) og skóm frá Pierre Hardy (s11)
Love her


-Hildur Waldorf

December 14, 2010

All i want for christmas is...

All Saints (Gat ekki valið eina haha)


Chanel sólarpúður


Nýjan Blackberry afþví að mínum var stolið :(
Bleikt hulstur utan um tölvuna mína!Stillanlega saumagínu - hefur langað í svona í hundrað ár... 
Fallegar bækur..

.... og svo ótrúlega margt annað!

-Endilega verið dugleg að kommenta, líka á gamlar færslur ef þið skoðið þær. Það er alltaf svo gaman að fá feedback og vita að einhver er að skoða, að ég sé ekki bara að þessu fyrir mig :D


-Hildur

Follow HILDUR

Helmut Newton

Einn af mínum uppáhalds ljósmyndurum er Helmut Newton. 
Hann var tískuljósmyndari en varð hvað þekktastur fyrir að taka myndir af nöktum konum.

Helmut Newton

Helmut fæddist í Berlín 1920. Hann fékk fyrst áhuga á ljósmyndun þegar hann var 12 ára gamall og eignaðist þá sína fyrstu myndavél. 
Þegar ofsóknir Nasista á gyðingum hófst, flúði Helmut frá Þýskalandi með fjölskyldu sinni. Þau ákváðu að fara til Chile en á leiðinni stoppuðu þau í Singapore þar sem Helmut ákvað að vera áfram.
Stuttu síðar flutti hann til Ástralíu þar sem hann starfaði meðal annars í ávaxtatýnslu. Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar opnaði Newton ljósmyndastúdíó ásamt félaga sínum, Henry Talbot. Þeir urðu mjög vinsælir og þá sérstaklega Helmut. Hann fluttist til London til að vinna fyrir breska Vogue og eftir tæplega ársdvöl þar fór hann til Parísar þar sem hann tók myndir fyrir franska Vogue og nokkur þýsk tímarit. Hann bjó lengi í París og varð mjög frægur fyrir tískuljósmyndir sínar, en þó aðallega myndir sínar af nöktum konum.
Í seinni tíð bjó Helmut í Californiu en lést árið 2004 þegar hann fékk hjartaáfall í bíl sínum og ók á húsvegg.


Mér finnst myndirnar hans geggjaðar! Hvernig hann vinnur með ljós og skugga og svo er bara einhver svona glam bragur yfir þeim. 

Ég elska tískuna og stemninguna frá þessum tíma, þegar allir í bransanum djömmuðu á Studio 54 og fólk eins og Andy Warhol, Edie Sedgewick, Helmut Newton, Bianca Jagger, Jerry Hall, Liza Minelli, Debbie Harry, Woody Allen og Frank Sinatra voru aðal liðið..-HildurDecember 12, 2010

Outfit helgarinnar!


Í gærkvöldi fór ég á tónleikana með Frostrósum. VÁ! þvílíkt flott og ég komst í algjört jólaskap..
Get ekki lýst gæsahúðinni sem ég fékk þagar Garðar Thór Cortes og Jóhann Friðgeir Valdimarsson sungu Ó helga nótt! Fallegasta jólalag í geimi..
Kíkti svo í bæinn með nokkrum velvöldum píum :)
Hér er outfittið mitt -
Slá - Spúútnik . Feldur - H&M . Skór - Topshop . Kjóll - Zara 

Í dag fór ég svo með hluta af stórfjölskyldunni minni í jólabrunch á nítjándu.. Ég hef aldrei verið jafn södd á ævi minni haha


Jakki, skór, pils og skyrta - H&M . Hálsmen - DIY . Hringur - UrbanOutfitters

Eiginlega bara fullkomin helgi! Nú ætla ég að leggjast niður með teppi og einhverja frábæra jólamynd! ætli það verði ekki bara uppáhaldið mitt, The Holiday :D

 -Hildur

December 10, 2010

101210/2

Já mér leiðist svo mikið að ég ætla að blogga tvisvar á sama kvöldinu! haha

Ég er búin að vera með þessa Acne skó á heilanum í endalaust langan tíma og í gær sá ég roosalega svipaða skó í Kaupfélaginu, reyndar eiginlega bara alveg eins! Nú er ég ekki mikið fyrir að kaupa nákvæmar eftirlíkingar en á ég að gera eina undantekningu? Þeir eru svo FLOTTIR!


I DIE!!
Kaupfélagið..(Mynd; Nude Magazine)
Hvað finnst ykkur? Á ég að brjóta odd af oflæti mínu? ;)

Annars er ég að spá í að gera smá DIY í jólafríinu, hér eru nokkrar hugmyndir sem ég er með bak við eyrað..

Keðjuhálsmen (Mynd - CarolinesMode)

 Fjaðralokkar (Mynd - LivingIsEasyWithEyesClosed)

Kragi (Topshop)

-Hildur