December 30, 2010

Mitt 2010

Árið mitt í máli og myndum!


Í byrjun febrúar hélt ég upp á Nemó með langbesta bekknum!

Fór til Frakklands í Mars..


.. og skoðaði París, Louvre, Eiffelturnin, Notre Dame, Versali og Chartres. Vorum á sama tíma og PFW og ég var svo heppin að fá að sjá eitt af mínum tískuiconum, Emmanuelle Alt, á leið á Kenzo sýninguna.

Fór til Kaupmannahafnar og Póllands í byrjun Apríl..


..verslaði, skemmti mér (mjög vel haha), Auschwitz, skoðaði saltnámurnar í Kraká, eyddi 15 tímum samfellt í rútu og skemmti mér enn meira!

Sumarið mitt var afar rólegt. Ég vann eins og vitleysingur, fór í réttir, ferðaðist aðeins um Ísland..
Ég, systkyni mín og pabbi héldum surprise afmælisveislu fyrir mömmu í Júlí. Besti dagur ársins án efa.


-Við systkynin-Í lok Ágúst fór ég til New York ásamt yndislegu systur minni. Frábær ferð í alla staði og var gjörsamlega ástfangin af borginni! Við skoðuðum heilan helling, borðuðum Magnolia cupcakes í Bryant Park, fórum efst í Empire State, rákumst á upptökur á Gossip Girl, létum okkur dreyma á Upper East Side og nutum lífsins.

Í Október fór ég til Ítalíu..


.. þar skoðaði ég Róm, Vatíkanið, Flórens og Pisa. Skemmti mér endalaust mikið, villtist í miðnæturgöngu um Pisa með nokkrum snillingum, týndi símanum mínum :(, verslaði, skoðaði meðal annars Davíðsstyttuna, borðaði frábæran ítalskan mat og fékk versta mojito í heimi. Alger snilldarferð með frábærum krökkum!

Þetta ár er búið að vera alveg frábært en ég get bara ekki beðið eftir 2011. Síðasta önnin í Versló, útskrift, ÚTSKRIFTARFERÐ!, tvítugsafmælið mitt og hvað svo? Það er nú það..2 comments:

The Bloomwoods said...

flott færsla!
hefur greinilega ferðast mikið í ár! :)
H

jonamaria said...

Vá, þitt ár var svo sannarlega verið viðburðaríkara en mitt, það er nokkuð ljóst.
En skemmtilegt blogg :)