December 26, 2010

261210


Jólin mín voru alveg dásamleg, þrátt fyrir að hafa verið ansi ólík því sem ég hef vanist. Ég fékk fullt af frábærum gjöfum, meðal annars þessa skó úr Monki, nýjan síma, hárblásara, dásamlega vettlinga og trefil, bók um uppáhalds listmálarann minn; Monet, krumma eftir Ingibjörgu Hönnu, hillur og fuuullt fleira!
Ég er líka búin að liggja í leti, borða yfir mig, fara í hundrað jólaboð, hitta stórfjölskyldurnar mínar og knúsa alla og kremja. Jólin eru svo dásamlegur tími!


Annars langar mig enn og aftur að heyra frá ykkur sem lesið. Hvað langar ykkur að sjá á þessu bloggi? Ég er svo hugmyndalaus þessa dagana. Kannski er það bara jólaletin í mér..

Sýni ykkur kannski fleiri gjafir við tækifæri ;)
-Hildur


2 comments:

The Bloomwoods said...

flottir skórnir!
ég á einmitt líka svona krumma, bara bleikann! ég eeelska hann :)
H

Anonymous said...

Ekkert smá cool krummi ... þý getur kannski haft meiri outfit post :)