November 30, 2010

301110

Ég er algjört handáburðarfrík! Meika ekki að vera með þurrar hendur eða sár á naglaböndunum.. ég bara flippa út án djóks!

Þessi er í uppáhaldi þessa dagana og er við höndina meðan ég læri..

Cherry Blossom handáburður frá L'occitane
Það eru nokkrir aðrir hlutir sem ég get bara ekki verið án í lærdómnum..


Flashcards, carmex varasalvi, risastóri vatnsbrúsinn minn úr VS, þurrkaðar apríkósur, tölvan mín!
Þetta er allt innan seilingar í lesbásnum.. 

Jæja nú held ég áfram að lesa ársskýrslur seðlabankans 2008 og 2009.. gleðigleði


- Hildur sem nennir ekki að læra alþjóðahagfræði...

November 26, 2010

Outfit dagsins


Jæja nú eru elskulegu prófin að skella á með öllu því stressi og prófaljótu sem fylgir. Er mætt upp á lesstofu að læra. Fyrsta prófið er menningarfræði!
Ég dró fram aðeins þægilegri föt en venjulega, maður verður samt að passa sig að detta ekki í algjöra prófaljótu, eins freistandi og það nú er....

Þið eruð ekki svo heppin að fá að sjá mynd af mér í outfiti dagsins en hér er það í allri sinni dýrð -


Buxur - Forever21 . Skór - Converse . Hettupeysa -H&M karladeild . Leðurjakki - H&M

Fabulous outfit eins og þið sjáið ;)

gangi ykkur vel í prófunum!... og þið sem eruð ekki í prófum; það er ekki vinsælt að lesa útskriftarstatusa á facebook eða heyra um chillkvöldin ykkar með góða mynd undir sæng! geymiði þetta þangað til eftir prófin mín haha;)

-Hildur

November 23, 2010

231110

Það verður eitthvað lítið um blogg hér á næstunni þar sem ég er að skrifa tvær ritgerðir, lokaprófin eru að nálgast, ég er að endurnýja nýja herbergið mitt og auk þess er ég að sjá um búningagerð fyrir Verzlóleikritið ásamt fríðu föruneyti..
Semsagt frekar mikið að gera..

Ætla að láta nokkrar skemmtilegar myndir duga í bili :)> ColumbineSmille - ElinKling - Anywho - Anywho - Topshop - Anywho <Er búin að vera með þetta lag á heilanum síðan vinkona mín sagði mér frá því um daginn!


Eruði ekki örugglega að elta mig á Bloglovin?
Fyrir ykkur sem vitið ekkert hvað bloglovin er þá skuluði skoða ÞETTA


-Hildur

November 21, 2010

Gone With The Wind


Ein af mínum uppáhalds! Elska svona gamlar myndir..
Hafiði séð hana?


Renovation


Þar sem eldri systir mín hefur nú yfirgefið hreiðið er ég að færa mig um herbergi. Reyndar held ég áfram gamla herberginu sem þýðir að ég fæ loksins skápapláss undir öll fötin jeijj! haha..

Hlakka mikið til að raða inn í herbergið og ákveða hvernig það á að vera! Hér eru nokkrar inspiration myndir..


 


Langar í einhverja íslenska hönnun inn í herbergið..


Jæja nú ætla ég að halda áfram ritgerðarskrifum.. gamangaman

-Hildur

November 17, 2010

171110


Á laugardaginn síðasta fór ég í afmæli til hennar Jónu vinkonu minnar. 

Jakki+feldur - H&M Kjóll+skór - Topshop Hálsmen - DIY

Annars hafa síðustu dagar einkennst af MJÖG miklum lærdómi, kvefi og hálsbólgu og þykkum peysum og úlpunni minni góðu. Alveg greinilegt að veturinn er kominn.. Sem þýðir JÓLIN!! Guð ég hlakka svo til haha


Mér finnst ekkert of snemmt að hlusta á jólalög! Hér er eitt af mínum uppáhalds :)

 


p.s. Ekki vera hrædd við að kommenta! Ekkert skemmtilegra en að vita að einhverjir lesa ;)
-Hildur


LITA TIL SÖLU

 

Vinkona mín hún Jóna keypti sér Lita skóna á netinu, en þegar hún fékk þá voru þeir alltof stórir! Þeir eru í stærð 40 (10 US) og í svörtu (Black Calf Leather). Hún ætlar að selja þá á 26.000 kr. (Þess má geta að þeir koma í Einveru í dag og munu kosta rumlega 30.000 kr!)
 
Ef þið hafið áhuga þá getiði haft samband við hana í síma 848-6183 :)
 
 
-Hildur 

November 15, 2010

Beautystuff


Elizabeth Arden Green Tea Honey Drops.
Hvar væri líf mitt án þín?
Án djóks besta body cream sem ég veit um. Ilmar svo dásamlega og manni finnst maður nýkomin úr spa á hverjum degi!Besti varasalvi sem ég hef prófað. Mér finnst best þegar varasalvinn svíður smá haha! Hafiði séð þennan á Íslandi? Keypti minn í NY og hann er að verða búinn :(


Mjög fínt andlitskrem frá Aveeno. Hef reyndar ekki séð það á fróninu.. eiginlega alveg lyktarlaust sem mér finnst algjörlega nauðsynlegt í andlitskremi...


Ó Chanel hvað ég elska þig! Þetta er rakaskrúbbur fyrir andlitið með perluögnum í sem "slípa" húðina.. Eins og maður sé kominn úr klukkutíma andlitsbaði eftir þetta NAMMINAMM..

Meira Chanel! Líkamsskrúbbur sem ég get ekki lifað án.. 


Okei besta andlitssápa sem ég hef prófað, no joke. Bara snilld.. Græt þann dag sem brúsarnir mínir tveir klárast þar sem þetta fæst því miður ekki á Íslandinu..

Banana Boat AloeVera Gel.. á allt!

Mæli með Sensai púðrinu frá kanebo..

 Ilmvatnið sem ég nota í augnablikinu er frá Chloé.. Æðisleg lykt!


Þetta er það sem ég nota alltaf.. 
annað eins og maskarar og sólarpúður og þannig dót er mjög breytilegt eftir þyngd buddunnar ;)

Hverjar eru ykkar uppáhaldsvörur og hverju mæliði með??-Hildur

November 12, 2010

121110

Þessi vika sem er að líða er búin að vera hrein geðveiki. Brjálað að gera, hef varla haft tíma til að anda, hvað þá blogga! Nú er ég komin í helgarfrí, svo tekur önnur biluð vika við. Þessari helgi ætla ég að eyða í lærdóminn sem aldrei virðist ætla að minnka og Gossip Girl og Glee gláp! Semsagt kósíhelgi á þessum bæ..

Ég er líka voðalega hugmyndalaus þessa dagana.. Vantar greinilega allan innblástur í mig! Ef þið viljið sjá eitthvað sérstakt á blogginu þá megiði endilega skilja eftir komment ;)

Ætla bara að sýna ykkur nokkra hluti sem mig langar voðalega mikið í þessa dagana..

Allt úr Topshop :)-H

Follow my blog via BLOGLOVIN'

November 2, 2010

lanvin♥H&M

Þessi kjóll var það eina úr línunni sem mér fannst eitthvað varið í!Restin af þessu er bara HORROR
Guð minn góður þvílík vonbrigði! Ég sem var svo spennt fyrir þessari línu..
Ég er farin að gráta í koddann minn :(


Ég er að byrja að blogga fyrir nýja síðu, Fatasala.is!
Fatasala.is er glæný íslensk tískusíða. Þar er hægt að finna blogg og tískufréttir frá mér, Eddu á look-I-like og Töniu á StyleLookbook. Þar er líka fyrsta íslenska lookbookið og markaður fyrir notaðar vörur þar sem allir geta selt notuðu fötin sín! Endilega tékkiði á síðunni og fylgist með mér þar.


-Hildur