November 26, 2010

Outfit dagsins


Jæja nú eru elskulegu prófin að skella á með öllu því stressi og prófaljótu sem fylgir. Er mætt upp á lesstofu að læra. Fyrsta prófið er menningarfræði!
Ég dró fram aðeins þægilegri föt en venjulega, maður verður samt að passa sig að detta ekki í algjöra prófaljótu, eins freistandi og það nú er....

Þið eruð ekki svo heppin að fá að sjá mynd af mér í outfiti dagsins en hér er það í allri sinni dýrð -


Buxur - Forever21 . Skór - Converse . Hettupeysa -H&M karladeild . Leðurjakki - H&M

Fabulous outfit eins og þið sjáið ;)

gangi ykkur vel í prófunum!... og þið sem eruð ekki í prófum; það er ekki vinsælt að lesa útskriftarstatusa á facebook eða heyra um chillkvöldin ykkar með góða mynd undir sæng! geymiði þetta þangað til eftir prófin mín haha;)

-Hildur

4 comments:

The Bloomwoods said...

Kannast við prófljótuna, hef reyndar verið á ljótunni í um það bil rúma viku núna er að verða frekar pirruð að þessu haha

En gangi þér vel í prófunum :)

velvet said...

þetta er reyndar ekkert svo alslæmt prófaoutfit! bara virkilega kósý og þægilegt. fabulousnessið má líka alveg víkja í prófunum ;)

good luck!

Nína Katrín said...

tek prófljótuna alla leið

jonamaria said...

Þrái þessar buxur. Ótrúlega kósý.