November 30, 2010

301110

Ég er algjört handáburðarfrík! Meika ekki að vera með þurrar hendur eða sár á naglaböndunum.. ég bara flippa út án djóks!

Þessi er í uppáhaldi þessa dagana og er við höndina meðan ég læri..

Cherry Blossom handáburður frá L'occitane
Það eru nokkrir aðrir hlutir sem ég get bara ekki verið án í lærdómnum..


Flashcards, carmex varasalvi, risastóri vatnsbrúsinn minn úr VS, þurrkaðar apríkósur, tölvan mín!
Þetta er allt innan seilingar í lesbásnum.. 

Jæja nú held ég áfram að lesa ársskýrslur seðlabankans 2008 og 2009.. gleðigleði


- Hildur sem nennir ekki að læra alþjóðahagfræði...

1 comment:

Margrét said...

Cherry Blossom lyktin er best!