June 24, 2010

Jómfrúarblogg

Í sumar er ég að vinna á skrifstofu - sem þýðir að maður þarf að vera fínn og flottur alla daga.. Dömurnar sem vinna hérna eru alveg svaka gellur með make-up, blásið hár og rauðar neglur - þannig að það þýðir ekkert fyrir mann að mæta í kósýdressinu..!

En það er ýkt heitt hérna alltaf.. og eftir hádegi er ég orðin svo glansndi í framan að það er hægt að spegla sig í andlitinu á mér. Það þýðir ekkert að ætla að laga svoleiðis með því að bæta púðri á því að þá verður maður bara eins og ég veit ekki hvað og auk þess langar mig ekki einusinni að vita hvað það kemur mikið af bakteríum í púðursvampinn þegar hann sýgur í sig olíuna af andlitinu... :(

Í gær mundi ég svo eftir því að hafa einhverntíman keypt svona "blot-sheets" frá Kanebo. Ég gróf þau upp aftan úr skápnum heima og tók þau með í vinnuna næsta dag og VOILÁ!! hvílík snilld. Maður er mattur og fínn allann daginn :) Mæli klárlega með svona!!

Blot film frá MAC

Ég man líka eftir að hafa einhverntíman prófað svona "transparent" púður sem maður setur á sig til að laga glansandi húð, það var algjör snilld!! - Verð að kaupa þannig!


MAC prep+prime transparent finishing powder



Ég elska elska MAC snyrtivörur..! Get ekki beðið eftir að fara til NYC og birgja mig upp :)

OneLove
-G
p.s. Þetta er fyrsta bloggið mitt síðan við stofnuðum síðuna.. Hildur er búin að vera svo dugleg :) :* Hope u like it ;)





4 comments:

Svartahvitu said...

Góð hugmynd með þessar "þurrkur". Er sjálf í þvílíkum vandræðum með þetta í heita Hollandinu, alltaf glansandi í framan og var búin að steingleyma þessum þurrkum:)
thanks

Margrét said...

MAC er bara langbest!

Guðrún said...

Þær eru algjört æði :) np;)

Anonymous said...

Mac blot powder virkar líka á glansinn :)