Ég er að leggja af stað í sveitina, ætla að njóta lífsins fyrir austan um helgina. Ég er bara ekki þessi þjóðhátíðartýpa.. Er líka að spara fyrir New York hehe ;)
July 30, 2010
July 26, 2010
I WANT YOU
Mér leiðist svo óendanlega mikið hérna í vinnunni.. Næturvaktir eru ekki uppáhaldið mitt! Þó að þær geri mánaðarmótin talsvert skemmtilegri ;)
Það er alveg ótrúlegt hvað óskalistinn minn styttist ekkert þótt að ég kaupi og kaupi.. Þetta er efst á honum um þessar mundir (en breytist á hverjum degi haha)
Hálsmen frá Forever 21
Langar alveg rosalega í kjól með þessu sniði frá Kalda.. Sá einn geggjaðann í glugganum á Einveru um daginn. Hef á tilfinningunni að hann verði mín næstu kaup!
Annars langar mig að spyrja ykkur kæru lesendur, hvernig hárvörum þið mælið með? Ég var að klippa á mér hárið (það náði niður á rass, nær núna að brjóstum) og mér finnst það svo flatt eitthvað. Mér langar að fá meiri fyllingu í það.. Hverju mæliði með???
-Hildur
p.s. Follow us via bloglovin' :)
July 24, 2010
Kósí
Þessi helgi stefnir í algjöra kósíhelgi hjá mér. Á fimmtudagskvöldið kíkti ég með skvísunum mínum í bæinn en á því miður engar myndir frá því kvöldi...
Í gær lá ég svo bara í leti heima, bakaði dásamlegar múffur með bleiku kremi, kallaðar bjútímúffur á mínu heimili haha! Ég fór ekki úr inniskónum allan daginn og um kvöldið fengum við okkur búlluborgara og spiluðum Tekken á xbox.. Ég ætla að halda því fram að ég sé ókrýndur Tekkenmeistari! hhaha
ommnommnomm**
Kem með eitthvað bitastæðara very soon.. promise ;)
-Hildur
ommnommnomm**
Kem með eitthvað bitastæðara very soon.. promise ;)
-Hildur
July 22, 2010
Netvafr
Á mínu daglega netvafri í gær rakst ég á tvær netverslanir sem ég hafði aldrei skoðað áður. Sá fullt af girnó fötum og dóti sem mig langaði í! Báðar verslanirnar senda til Íslands :) En ég er víst í kaupbanni þangað til 30. ágúst damn it.
Need Supply Co.
Need Supply Co.
Jeffrey Campbell - RGB - Casio
Rag & Bone - Rick Owens DRKSHWD - Helmut Lang
Helmut Lang - Tsumori Chisato - Yigal Azrouel
July 18, 2010
Yndisleg helgi
Þessi helgi er búin að vera alveg dásamleg! Í gær (lau) héldum við systkinin surprise afmælisveislu handa mömmu sem varð fimmtug fyrir viku. Pabbi fór með hana í picnic í Viðey, dekur og út að borða og á meðan undirbjuggum við veisluna. Þegar mamma kom svo heim voru allir ættingjar og vinir komnir saman og við höfum aldrei séð eins priceless svip og á mömmu þegar hún sá allt fólkið úti á svölum þegar hún keyrði upp að húsinu!
Við systurnar í veislunni. Til vinstri er litla systir mín hún Erna í kjól úr H&M, við erum báðar í kjólum úr Topshop..
Í dag fórum við öll fjölskyldan , ásamt bróður mínum og hans fjölskyldu upp að Hvaleyrarvatni og það var eins og að vera á spáni! Glampandi sól og 25 stiga hiti og loksins fékk ég (Hildur) smá lit í mína hvítu húð!
Í dag fórum við öll fjölskyldan , ásamt bróður mínum og hans fjölskyldu upp að Hvaleyrarvatni og það var eins og að vera á spáni! Glampandi sól og 25 stiga hiti og loksins fékk ég (Hildur) smá lit í mína hvítu húð!
Sæt í sólinni!
Bikiní úr Topshop
Vintage Ray Ban Wayfarers
Vintage Ray Ban Wayfarers
July 12, 2010
July 11, 2010
Mig langar...
..aftur til Parísar..
...í skóhillu svo að skórnir mínir þurfi ekki að vera á gólfinu...
Hvað langar ykkur í??
-Hildur
Hvað langar ykkur í??
-Hildur
July 6, 2010
Kaup dagsins
Hentist aðeins inní Smáralindina áðan og þetta rataði í pokann minn í Topshop. Er ekki mikill útsölufan en er mjög ánægð með þessi útsölukaup..
Hvítur blazer
July 5, 2010
Fínar neglur
Mér finnst alveg ótrúlega skemmtilegt hvað flottar og vel lakkaðar neglur geta gjörbreytt útliti manneskju. Ég er sjálf með æði fyrir naglalökkum (eins og flestar stelpur/konur held ég..) Þessi þrjú voru að bætast í safnið fyrir stuttu. Safnið mitt er núna orðið frekar stórt enda naglalakka ég mig örugglega annan hvern dag (oftar á veturna!!)
My Private Jet frá O.P.I. Ég elska lökkin frá O.P.I, þau hafa aldrei brugðist mér! Ég á ennþá eftir að prófa þetta lakk en það er dökkbrúnt með smá svona glimmeri í (hljómar kannski ekki vel en liturinn er mjöööög flottur)
Svart naglalakk er eitthvað sem flestar ef ekki allar stelpur eiga. Þetta er frá Nails Inc. og heitir Black Taxi. Mig vantaði nýtt svart lakk um daginn og þetta var það eina sem ég fann sem kostaði ekki milljón. Ég varð sko alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég er búin að vera með það á mér í eina og hálfa viku og það lúkkar eins og ég hafi verið að lakka mig fyrir hálftíma.. Algjör snilld :)
Svart naglalakk er eitthvað sem flestar ef ekki allar stelpur eiga. Þetta er frá Nails Inc. og heitir Black Taxi. Mig vantaði nýtt svart lakk um daginn og þetta var það eina sem ég fann sem kostaði ekki milljón. Ég varð sko alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég er búin að vera með það á mér í eina og hálfa viku og það lúkkar eins og ég hafi verið að lakka mig fyrir hálftíma.. Algjör snilld :)
Ég bloggaði um Chanel naglalökk um daginn og þetta var eitt af þeim. Ég ætlaði að kaupa þetta brúna en það er uppselt út um allan heim svo ég keypti þetta í staðinn. Klárlega flottasta túrkísgrænbláa (er það orð?) lakk sem ég hef séð. Chanel lökkin klikka heldur aldrei..
Ég er búin að vera mjög löt að blogga undanfarið, enda ekki mikið að gerast hjá mér nema vinnavinnavinna.
Ég vil endilega að allir sem lesa séu duglegri við að skilja eftir komment. Það er svo ótrúlega skemmtilegt! :)
-Hildur
July 2, 2010
Ú-T-S-A-L-A
Ég á í svona love/hate sambandi við útsölur. Það er alveg ótrúlegt hvað maður leyfir sér að kaupa á þeim með því að sannfæra sig um að maður muni pottþétt einhverntíman nota það (sem er lygi) og það sé líka svo ódýrt...
Síðustu tvö útsöluround hafa samt verið mér í vil - og allt sem hefur ratað ofan í pokana hjá mér verið mikið notað... score! (fyrir utan hræðilegan pallíettujakka sem ég keypti í Top Shop síðast .. á 5000 kall: money not-so-well-spent!).
Eins og sannri dömu sæmir kíkti ég aðeins á útsölurnar í vikunni og er svona líka ánægð með árangurinn! Gallabuxur, peysa, kjóll og blússa - allt fullkomið í vinnuna og svo skólann í vetur :)
Ég mátaði samt án gríns svona 20 flíkur - maður er alltaf að verða betri og betri um að segja bara NEI! - ÞÚ ÁTT EKKI EFTIR AÐ NOTA ÞETTA!!
Ef einhver vill smá útsölutips:
Síðustu tvö útsöluround hafa samt verið mér í vil - og allt sem hefur ratað ofan í pokana hjá mér verið mikið notað... score! (fyrir utan hræðilegan pallíettujakka sem ég keypti í Top Shop síðast .. á 5000 kall: money not-so-well-spent!).
Eins og sannri dömu sæmir kíkti ég aðeins á útsölurnar í vikunni og er svona líka ánægð með árangurinn! Gallabuxur, peysa, kjóll og blússa - allt fullkomið í vinnuna og svo skólann í vetur :)
Ég mátaði samt án gríns svona 20 flíkur - maður er alltaf að verða betri og betri um að segja bara NEI! - ÞÚ ÁTT EKKI EFTIR AÐ NOTA ÞETTA!!
Ef einhver vill smá útsölutips:
- Ekki fara í búðir sem þú verslar aldrei í... Maður kaupir eitthvað og notar það svo ALDREI (það er ástæða fyrir að maður verslaði aldrei þarna áður!!)
- Ef að þú þarft að sannfæra þig í mátunarklefanum að þetta sé flott og þú munir nota þetta: ekki kaupa! Þetta er þá ekki flott og þú munt ekki nota þetta!!
- Aldrei aldrei kaupa eitthvað "af því að það er svo ódýrt" það er dýrt að kaupa eitthvað sem maður notar ekki - notaðu peninginn í eitthvað sem þú munt nota, jafnvel þó að það sé aðeins dýrara
- Ekki kaupa föt úr lélegum efnum (þessi regla gildir reyndar alltaf, ég hata þegar föt eyðileggjast eftir 1. þvott)
Subscribe to:
Posts (Atom)