July 5, 2010

Fínar neglur

Mér finnst alveg ótrúlega skemmtilegt hvað flottar og vel lakkaðar neglur geta gjörbreytt útliti manneskju. Ég er sjálf með æði fyrir naglalökkum (eins og flestar stelpur/konur held ég..) Þessi þrjú voru að bætast í safnið fyrir stuttu. Safnið mitt er núna orðið frekar stórt enda naglalakka ég mig örugglega annan hvern dag (oftar á veturna!!)
My Private Jet frá O.P.I. Ég elska lökkin frá O.P.I, þau hafa aldrei brugðist mér! Ég á ennþá eftir að prófa þetta lakk en það er dökkbrúnt með smá svona glimmeri í (hljómar kannski ekki vel en liturinn er mjöööög flottur)
Svart naglalakk er eitthvað sem flestar ef ekki allar stelpur eiga. Þetta er frá Nails Inc. og heitir Black Taxi. Mig vantaði nýtt svart lakk um daginn og þetta var það eina sem ég fann sem kostaði ekki milljón. Ég varð sko alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég er búin að vera með það á mér í eina og hálfa viku og það lúkkar eins og ég hafi verið að lakka mig fyrir hálftíma.. Algjör snilld :)

Ég bloggaði um Chanel naglalökk um daginn og þetta var eitt af þeim. Ég ætlaði að kaupa þetta brúna en það er uppselt út um allan heim svo ég keypti þetta í staðinn. Klárlega flottasta túrkísgrænbláa (er það orð?) lakk sem ég hef séð. Chanel lökkin klikka heldur aldrei..
Ég er búin að vera mjög löt að blogga undanfarið, enda ekki mikið að gerast hjá mér nema vinnavinnavinna.
Ég vil endilega að allir sem lesa séu duglegri við að skilja eftir komment. Það er svo ótrúlega skemmtilegt! :)
-Hildur

3 comments:

StarBright said...

hvaaaaaaaaaar var 527 til???????:O

The Bloomwoods said...

úú efsta opi lítur vel út! :)
H

H og G said...

Ég fékk það í lyf og heilsu í kringlunni :)