July 2, 2010

Ú-T-S-A-L-A

Ég á í svona love/hate sambandi við útsölur. Það er alveg ótrúlegt hvað maður leyfir sér að kaupa á þeim með því að sannfæra sig um að maður muni pottþétt einhverntíman nota það (sem er lygi) og það sé líka svo ódýrt...

Síðustu tvö útsöluround hafa samt verið mér í vil - og allt sem hefur ratað ofan í pokana hjá mér verið mikið notað... score! (fyrir utan hræðilegan pallíettujakka sem ég keypti í Top Shop síðast .. á 5000 kall: money not-so-well-spent!).

Eins og sannri dömu sæmir kíkti ég aðeins á útsölurnar í vikunni og er svona líka ánægð með árangurinn! Gallabuxur, peysa, kjóll og blússa - allt fullkomið í vinnuna og svo skólann í vetur :)
Ég mátaði samt án gríns svona 20 flíkur - maður er alltaf að verða betri og betri um að segja bara NEI! - ÞÚ ÁTT EKKI EFTIR AÐ NOTA ÞETTA!!


Eitt af því sem ég keypti á útsölunni í Zara.

Ef einhver vill smá útsölutips:
  • Ekki fara í búðir sem þú verslar aldrei í... Maður kaupir eitthvað og notar það svo ALDREI (það er ástæða fyrir að maður verslaði aldrei þarna áður!!)
  • Ef að þú þarft að sannfæra þig í mátunarklefanum að þetta sé flott og þú munir nota þetta: ekki kaupa! Þetta er þá ekki flott og þú munt ekki nota þetta!!
  • Aldrei aldrei kaupa eitthvað "af því að það er svo ódýrt" það er dýrt að kaupa eitthvað sem maður notar ekki - notaðu peninginn í eitthvað sem þú munt nota, jafnvel þó að það sé aðeins dýrara
  • Ekki kaupa föt úr lélegum efnum (þessi regla gildir reyndar alltaf, ég hata þegar föt eyðileggjast eftir 1. þvott)
Þetta eru allt hlutir sem ég hef klikkað á of oft!..

Kíkti í grillveislu um daginn - kannski ekki mjög sumarlegir litir..
Jakki: Vero Moda
Bolur: H&M
Stuttbuxur: Zara
Skór: Friis og company
Hálsmen: Vero Moda
Úr: Michael Kors

- G

1 comment:

DaisyLine said...

simple and nice outfit :) you are very nice girl :)
come to see my blog!
xoxo
Daisy
http://daisyline.blogspot.com/