July 18, 2010

Yndisleg helgi

Photobucket

Þessi helgi er búin að vera alveg dásamleg! Í gær (lau) héldum við systkinin surprise afmælisveislu handa mömmu sem varð fimmtug fyrir viku. Pabbi fór með hana í picnic í Viðey, dekur og út að borða og á meðan undirbjuggum við veisluna. Þegar mamma kom svo heim voru allir ættingjar og vinir komnir saman og við höfum aldrei séð eins priceless svip og á mömmu þegar hún sá allt fólkið úti á svölum þegar hún keyrði upp að húsinu!

Photobucket

Við systurnar í veislunni. Til vinstri er litla systir mín hún Erna í kjól úr H&M, við erum báðar í kjólum úr Topshop..

Í dag fórum við öll fjölskyldan , ásamt bróður mínum og hans fjölskyldu upp að Hvaleyrarvatni og það var eins og að vera á spáni! Glampandi sól og 25 stiga hiti og loksins fékk ég (Hildur) smá lit í mína hvítu húð!

Photobucket

Photobucket

Sæt í sólinni!
Bikiní úr Topshop
Vintage Ray Ban Wayfarers

Photobucket

Krossum fingur að veðrið á morgun verði jafn gott ;)

-H&G

p.s. við erum komnar á Twitter!

3 comments:

Sara said...

Æðislegar myndir!
xx

The Bloomwoods said...

flottar myndir! :)
H

Anonymous said...

LOVE YOUR BLOG
keep it up!! great inspiration
thanks for sharing as always!

-cma
COSMICaroline.blogspot.com