September 6, 2010

newyorknewyork

PhotobucketPhotobucket

Sorry hvað það tók mig langann tíma að skrifa þetta blogg. Er búin að vera að reyna að læra alla helgina, er komin svo mikið eftirá…

New York var ÆÐI. Við höfðum því miður bara þrjá og hálfan dag þannig að við gátum kannski ekki gert allt sem okkur langaði til en ég efast ekki um að ég eigi eftir að fara þangað mjög oft þannig að ég hef nú ekki áhyggjur af því ;)

Þar sem þetta var fyrsta skiptið okkar í NY gerðum við auðvitað alla túristahlutina – fórum efst upp í Empire State bygginguna, skoðuðum Rockafeller Center, New York Public Library, Ground Zero, Wall Street, Frelsisstyttuna, Battery park, Bryant park, Central park og ég gæti talið endalaust áfram..

Photobucket

 - Útsýni úr Empire State -

Photobucket

- New York Stock Exchange-

Það sem stóð uppúr hjá mér var SoHo sem ég fílaði mjög vel. Þar var allt morandi í rosalega töff týpum, fullt af módelum í go-see og allar flottustu búðirnar. Topshop, American Apparel, All Saints sem var bara flottasta búð sem ég hef farið inní, og þá er ég að meina búðin sjálf, ekki fötin (sem þó eru tryllt) og fullt fleiri.

Mér fannst líka rosalega skemmtilegt að rölta um Upper East Side. Gaman að sjá öll klikkað flottu húsin með dyravörðum og skvísur með Louis Vuitton og Chanel töslurnar, í Chanel drögtunum. Fannst það frekar kúl. Þar rákumst við líka á Gossip Girl tökuliðið, m.a. Ed Westwick, Leighton Meester og Blake Lively. Ég, mesti Gossip Girl fan EVER missti náttúrulega alveg kúlið! Haha

Photobucket


Í síðasta bloggi var ég beðin um að koma með nokkra must-do hluti í NY. Það er svona frekar erfitt þar sem þetta var mitt fyrsta skipti í borginni. En hér eru nokkrir hlutir sem ég mun pottþétt gera þegar ég fer aftur;

- Fá mér cupcakes í Magnolia bakery. Við tókum þær með okkur í Bryant park og borðuðum þær þar. Þær eru delicious!!

- Fara í Duane Reade eða Wallgreens (svona apóteka – snyrtivörubúðir). Þarna missti ég mig í snyrtivörum og hárvörum.    Merki eins og Bed Head, Bumble and Bumble, John Frieda, Neutrogena, Clean and Clear, St.Ives, OPI, Maybelline, Covergirl og endalaust meira (bara öll þessi helstu). Þessi búð er á hverju einasta götuhorni í NY, fer sko ekki framhjá manni. Allt MIKLU ódýrara en hérna heima. Í Wallgreens fæst líka íslenskt vatn fyrir svona fólk eins og mig sem þolir ekki útlenskt flöskuvatn!

- Fá mér Shaken Iced Tea Lemonade með Passion bragði á Starbucks, Namminamm svo gott. Og líka svo kalt í brjálaða hitanum þarna. Mig langar roosalega í þetta núna haha.

Ætla að setja inn fleiri myndir í kvöld, þær eru bara allar á annarri myndavél og ég þarf að smella þeim í tölvuna :)

-Hildur
 

4 comments:

Sara said...

Skemmtileg færsla! Verður gaman að sjá allt sem þú keyptir :)

Anonymous said...

Endilega setja inn myndir af fötum sem þú keyptir:)

Anonymous said...

eru topshop og það allt í soho ?

Hildur said...

já :) Topshop búðin í Soho er rosalega flott.