Ákvað að pósta nokkrum línum um sjálfa mig, gera þetta aðeins persónulegra :) Nú vitiði aðeins meira um manneskjuna á bak við þetta blogg. Ég er að hugsa um að fara að setja inn myndir af mínum "outfittum", annars er ég með fullt af flottum bloggum í kollinum, hlakka til að útfæra þau betur! (það verður gert eftir prófin híhí)
Ég heiti Hildur
Ég er 19 ára gömul
Ég hugsa um tísku allan daginn, alla daga
Ég eyði rosalegum tíma í að skoða tískublogg og lesa tískublöð
Ég er í Versló
Ég er ástfangin af París!
Ég elskaelskaelska San Pellegrino sódavatn
Ég er skósjúk
Mig langar rosalega mikið að læra frönsku
Ég þoli ekki drama og rifrildi
Í augnablikinu er ég með rosalegt craving í Ladurée makkarónukökur
1 comment:
Sniðugt! Skemmtilegt að fá að kynnast fólkinu á bakvið bloggin aðeins betur :)
xx
Post a Comment